Sagan á bakvið öndina

Um okkur

Hversu oft hefur þú verið að plana veislur og skemmtanir handa vínkonum/vinum þínum og ekki verið nóg og hugmyndarík/ur til að setja saman góðan dag? Hversu stressuð/aður hefur þú verið að skipuleggja daginn og ekki fengið að njóta að vera með vinum þínum? Þar komum við inn, við erum hér til þess að gefa ykkur hugmyndir og hjálpa ykkur að skapa góðar minningar með einu „smelli“. Veldu þér pakka eða afþreyingu sem þér lýst vel á og við sjáum um að bóka tíman og dagsetninguna kostnaðarlaust.

Hugmyndin af öndinni byrjaði þannig að við fengum mikilvægt verkefni að steggja vin okkar en við vorum heil lengi að finna góðar afþreyingar og hugmyndir til að skipuleggja hinn fullkomna dag fyrir vin okkar, dagurinn endaði vel en stressið var í hámarki. Eftir það hugsuðum við okkur til og óskuðum til þess að finna síðu eða einstakling sem gæti hjálpað okkur með svona skemmti-daga og þar sem enginn rétti hendinni sinni upp fyrir þessari vinnu ákvöðum við að taka það á okkur að hjálpa fólki að skipuleggja hina fullkomnu gæsun / steggjun

Öndin er rekið af þrem einstaklingum. Við höfum verið að skemmta fólk í langan tíma en þar sem árið 2020 hefur ekki verið mjög gott ár fyrir veislur og skemmtanir vegna samkomubannsins og ekki var hægt að gera mikið annað en að vera í tölvunni og binge watch-a friends þættina í fimmta skiptið. Við vorum heima hjá vin okkar sem við vorum búin að steggja fyrir hálfu ári síðan. Hann segir okkur hversu semmtilegur dagurinn hans var og hann myndi óska þess að það væri til síða þar sem hann gæti farið á og leyft einhverjum öðrum að skipuleggja daginn fyrir sig svo hann geti notið sín með vinum sínum. Þökk sé fjórum vinum, einum sófa og 4 ís köldum bjórum blómstarði hin fullkomna hugmynd um öndina.