gÆSUN OG STEGGJUN

Reykjavik Escape

Öndin gerir lífið þitt léttara.

Reykjavik Escape er ný tegund afþreyingar sem farið hefur eins og eldur í sinu um jarðkringluna undanfarin ár. Um er að ræða svk. “Flóttaleiki”  þar sem hópur tekst á við það verkefni að komast út úr sérhönnuðu herbergi. Í Herberginu eru fullt af vísbendingum, gátum og þrautum.

Hópurinn hefur aðeins 60 mínútur til að finna og ráða í vísbendingar og leysa mismunandi erfiðar þrautir sem standa í vegi fyrir útgöngu. Þetta kann að hljóma ofureinfalt, en raunin er svo sannarlega önnur þegar á hólminn er komið.

Aðeins um þriðjungur þátttakenda kemst út innan tilsetts tíma.

Flóttaleikir eru einstaklega spennandi afþreying sem hentar vel fyrir vinahópa. Leikirnir eru krefjandi og reyna á útsjónarsemi, samvinnu, athyglis og skipulagshæfileika.

 
 

Þegar þú bókar skoðunarferð á heimasíðunni, ondin.is, gerum við ráð fyrir að þú hafir lesið skilmála og skilyrði og að þú hafir samþykkt þau.

Ef einstaklingur gerir bókun fyrir fleiri en einn einstakling er hann / hún ábyrgur fyrir greiðslu frá öllum í hópnum ásamt því að samþykkja skilmála og skilyrði fyrir hönd allra í hópnum.